04.05.2024
Þór gerði jafntefli við Þrótt í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu í gær. Heimamenn í Þrótti jöfnuðu í uppbótartíma leiksins.
04.05.2024
Herrakvöld í Síðuskóla í kvöld!
03.05.2024
Átta Þórsarar verða í verkefnum með yngri landsliðunum í körfubolta í sumar og fara á alþjóðleg mót, Norðurlandamót og Evrópumót.
03.05.2024
Þórsarar hefja leik á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í dag þegar þeir sækja Þróttara heim í Laugardalinn í 1. umferð Lengjudeildarinnar. Stuðningsfólk syðra ætlar að hittast í Ölveri og hefja upphitun kl. 17, en leikurinn hefst kl. 19:15.
03.05.2024
Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, 2-1. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur nú skorað sjö mörk í þremur leikjum.
03.05.2024
Keppnistímabilinu hjá karlaliði Þórs í handbolta lauk því miður ekki eins og Þórsarar höfðu óskað sér. Olísdeildarsætið þarf enn að bíða eftir eins marks tap fyrir Fjölni í oddaleik úrslitaeinvígis liðanna í gærkvöld.
02.05.2024
Þór/KA tekur á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag og er það jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni í sumar. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.
02.05.2024
Karlalið Þórs í handbolta á gríðarlega mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þar sem það ræðst hvort Þór eða Fjölnir fer upp um deild. Rútuferð frá Hamri kl. 12:30 og ákall til Þórsara syðra að fjölmenna í Grafarvoginn og styðja strákana til sigurs.
02.05.2024
Karlalið Þórs í körfubolta er komið í sumarfrí eftir 0-3 ósigur fyrir ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar. Jason Gigliotti nef- og handarbrotnaði á æfingu í vikunni og var ekki með í gærkvöld.