Þrjár úr Þór á Hæfileikamót KSÍ

Hæfileikamót stúlkna fer fram dagana 13. - 15. maí næstkomandi. Mótið fer fram á N1-vellinum Hlíðarenda og á Laugardalsvelli.

Að þessu sinni valdi Magnús Örn Helgason, umsjónarmaður hæfileikamótunar kvenna, 56 stúlkur á hæfileikamótið sem koma frá 23 félögum.

Þær Hafdís Nína Elmarsdóttir, Manda María Jóhannsdóttir og Þóra Margrét Guðmundsdóttir úr 4.flokki Þórs voru valdar í verkefnið.

Hæfileikamótun N1 og KSÍ er fyrsta skref Knattspyrnusambandsins í sínu afreksstarfi þar sem markmiðið er meðal annars að fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.