Knattspyrna: Sigur í Víkinni og Þór/KA í 3. sæti

Þór/KA vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deildinni og er í 3. sæti deildarinnar. Sandra María komin í átta mörk, en ekki lengur sú eina sem hefur skorað mörk liðsins í deildinni.

Knattspyrna: Ævintýralegur endir í sigri Þórs á Aftureldingu

Þórsarar skutust upp í 2. sæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu með 4-2 sigri á liði Aftureldingar í Boganum í gær. Lokamínúturnar urðu dramatískar í meira lagi.

Knattspyrna: Okkar lið leika heima og að heiman í dag

Þór tekur á móti Aftureldingu í fyrsta heimaleik liðsins í Lengjudeild karla í dag og Þór/KA mætir Víkingum á útivelli í Bestu deild kvenna.

Þrjár úr Þór á Hæfileikamót KSÍ

Þrjár stúlkur úr Þór hafa verið valdar í Hæfileikamót KSÍ.

Sigurður Jökull til reynslu hjá FC Midtjylland

Þórsarinn Sigurður Jökull Ingvason dvelur nú í Danmörku þar sem hann æfir með FC Midtjylland.

Knattspyrna: Jafntefli í fyrsta leik í Lengjudeildinni

Þór gerði jafntefli við Þrótt í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu í gær. Heimamenn í Þrótti jöfnuðu í uppbótartíma leiksins.

Herrakvöld Þórs 2024 - Uppboð

Herrakvöld í Síðuskóla í kvöld!

Knattspyrna: Fyrsti leikurinn í Lengjudeildinni í kvöld

Þórsarar hefja leik á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í dag þegar þeir sækja Þróttara heim í Laugardalinn í 1. umferð Lengjudeildarinnar. Stuðningsfólk syðra ætlar að hittast í Ölveri og hefja upphitun kl. 17, en leikurinn hefst kl. 19:15.

Knattspyrna: Sigur hjá Þór/KA og Sandra María komin í sjö mörk!

Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, 2-1. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur nú skorað sjö mörk í þremur leikjum.

Knattspyrna: Fyrsti heimaleikur Þórs/KA í Bestu deildinni

Þór/KA tekur á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag og er það jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni í sumar. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.