Knattspyrna: Leikur í B-deild Kjarnafæðimótsins í kvöld

Þór3 mætir KA4 í B-deild Kjarnafæðismótsins í kvöld kl. 20:30.

Handbolti: KA/Þór sækir Aftureldingu heim í kvöld

KA/Þór fær kjörið tækifæri í kvöld til að bæta stigum í sarpinn þegar liðið mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í mikilvægum leik í botnbaráttu Olísdeildarinnar í handbolta.

Körfubolti: Tap í Hafnarfirði og Haukar narta í hæla Þórsara

Okkar konum í körfuboltanum tókst ekki að krækja í sigur styrkja stöðuna í efri hluta deildarinnar þegar þær mættu Haukum í Hafnarfirði í 16. umferð Subway-deildarinnar. Haukar sigruðu með 11 stigum og eru nú aðeins einum sigri fátækari en Þórsliðið.

Körfubolti: Mikilvægur útileikur í Subway-deildinni

Kvennalið Þórs í körfuboltanum mætir Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld kl. 19:15. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Pílukast: Sjö Þórsarar í úrtakshóp fyrir Norðurlandamót

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, hefur valið 44 manna úrtakshóp, 28 karla og 16 konur, fyrir næsta landsliðsverkefni Íslands sem er Norðurlandamót WDF, en mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.

Knattspyrna: Þór2 og Þór/KA með sigra í gær

Okkar lið unnu leiki sína í Kjarnafæðimótinu í gær. Þór2 vann KFA og Þór/KA vann Völsung. 

Knattspyrna: Tveir leikir hjá okkar liðum í dag

Áfram verður leikið í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í dag. Lið 2. flokks Þórs og meistaraflokkur Þórs/KA verða í eldlínunni í dag. Strákarnir spila kl. 13 og stelpurnar kl. 17, en í millitíðinni mætast FHL og Tindastóll í kvennadeildinni.

Handbolti: Haukar unnu öruggan sigur á KA/Þór

Þrettán marka tap varð niðurstaðan í handboltaleik dagsins þegar KA/Þór mætti liði Hauka í Olísdeildinni í dag. Lokatölur urðu 19-32.

Handbolti: KA/Þór tekur á móti Haukum í dag

KA/Þór mætir sterku liði Hauka í 12. umferð Olísdeildarinnar í handknattleik í dag.

Körfubolti: Bæði liði yfir 100 stig í Þórssigri

Þórsarar unnu lið Snæfells úr Stykkishólmi með 13 stiga mun í 12. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld, Gestirnir skoruðu 100 stig, en það var ekki nóg því Þórsarar skoruðu 113.