Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
1. grein
Félagið heitir Íþróttafélagið Þór. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri.
2. grein
Tilgangur félagsins er að gefa ungum sem öldnum tækifæri til íþróttaiðkana og félagsstarfa
og veita þeim fræðslu um gildi íþrótta og heilbrigðra lífshátta.
3. grein
Allir sem æfa íþróttir innan deilda félagsins gerast sjálfkrafa félagar í viðkomandi deild og
jafnframt félaginu. Aðrir sem vilja gerast félagar sæki um það á þar til gerðum eyðublöðum
og þurfa þeir að hljóta samþykki aðalstjórnar. Við greiðslu árgjalds öðlast viðkomandi fulla
félagsaðild í Þór.
4. grein
5. grein
Stjórn félagsins skal samþykkja eða hafna stofnun nýrra deilda og leita staðfestingar á
ákvörðun sinni á félagsfundi sem skal boðaður innan tveggja vikna frá ákvörðun með
sama fyrirvara og aðalfundur. Afmarka skal hvaða íþróttagreinar falla innan hverrar deildar.
6. grein
Hver deild skal hafa minnst þriggja manna stjórn: Formann, ritara og gjaldkera. Auk þess
er heimilt er að kjósa meðstjórnendur. Skal aðalfundur hverrar deildar taka ákvörðun þar
um.
7. grein
komandi reikningsár.
8. grein
Rekstraráætlanir deilda skulu lagðar fyrir aðalstjórn til umsagnar a.m.k. tveimur mánuðum
fyrir upphaf keppnistímabils viðkomandi deildar.
9. grein
10. grein
Stjórn félagsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið ef efni og aðstæður leyfa.
Óheimilt er að sitjandi formaður eða aðrir stjórnarmenn gegni starfi framkvæmdastjóra.
11. grein
12. grein
13. grein
Engum félaga er heimilt að keppa með öðru félagi nema að fengnu leyfi viðkomandi
deildar.
14. grein
Upphæð árgjalds skal ákveðin á aðalfundi. Innheimta skal árgjald með rafrænum hætti,
jafnframt því að vekja athygli á því með auglýsingum í staðarmiðlum. Gjalddagi árgjalds
skal vera ákveðinn af stjórn en þó eigi síðar en 1. september og eindagi 30 dögum síðar.
Vextir skulu aldrei reiknaðir á árgjald.
Við greiðslu árgjalds öðlast/viðheldur félagsmaður fullri félagsaðild og hefur atkvæðisrétt á
næsta aðalfundi og öðrum félagsfundum fram til innheimtu næsta árgjalds. Nýir
félagsmenn hafa því aðeins atkvæðisrétt á aðalfundi að þeir hafi gengið í félagið og greitt
árgjaldið að minnsta kosti þremur dögum fyrir aðalfund.
Sé árgjald ógreitt á eindaga missir viðkomandi félagsréttindi sín. Sé árgjald eigi greitt einu
ári eftir eindaga skal viðkomandi strikaður út af félagatali Þórs. Æski viðkomandi að ganga
aftur í félagið skal hann greiða fyrra árgjald. Þá fyrst getur hann öðlast full félagsréttindi í
Þór að nýju.
15. grein
Vilji félagsmaður segja sig úr félaginu skal hann tilkynna það til stjórnar eða skrifstofu
félagsins og er þar með strikaður út af félagatali. Félagsmenn sem ekki greiða árgjaldið
eru áfram skráðir í félagið, án þess þó að teljast fullgildir félagar með atkvæðisrétt á
aðalfundi.
16. grein
Verði einhver félagi sekur um afbrot sem stjórnin telur félaginu eða íþróttahreyfingunni
til vanvirðingar, þá getur hún vikið honum úr félaginu eða gripið til annarra viðeigandi
ráðstafana.
17. grein
Merki félagsins skal vera á öllum búningum þess. Deildir geta sótt um undanþágu frá
þessu til aðalstjórnar. Aðalbúningur félagsins í boltaíþróttum er hvít skyrta með rauðu
hálsmáli og rauðum líningum á ermum, rauðar buxur og rauðir eða hvítir sokkar. Stjórnum
deilda er heimilt að sækja um til aðalstjórnar að búningur deildar sé í öðrum litum en
aðalbúningur félagsins.
Enginn má nota merki félagins án samþykkis aðalstjórnar Íþróttafélagsins Þórs.
18. grein
Hætti félagið störfum eða það lagt niður, ber að afhenda allar eigur þess, bækur og skjöl,
stjórn ÍBA til varðveislu (eða bæjarsjóðs Akureyrar hafi félagið hlotið framkvæmdastyrk frá
Akureyrarbæ).
19. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þurfa þá að minnsta kosti 2/3 hlutar
fundarmanna að vera breytingunum samþykkir. Frumvörp til lagabreytinga þarf að tilkynna
stjórn félagsins skemmst tveim vikum fyrir aðalfund og enn fremur þarf að geta þeirra í
aðalfundarboði. Lög þessi öðlast þegar gildi og með þeim eru úr gildi numin öll eldri lög
Íþróttafélagsins Þórs.