Ragnar og Kristján endurvöktu valið 1990

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur val á íþróttafólki Þórs í svipaðri mynd og það er nú farið fram árlega frá árinu 1990, en þá gaf Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, verðlaunagrip í því skyni að endurvekja þessa hefð eftir að hún hafði legið niðri í um áratug.

Íþróttafólk Þórs: Arna Sif oftast valin

Val á íþróttamanni Þórs með þeim hætti sem við þekkjum núna hófst árið 1990 að frumkvæði Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Áður hafði staðið nokkur styr um valið sem varð til þess að Ragnar tók af skarið og gaf verðlaunagrip.

Við áramót - dagskrá verðlaunahátíðar

Aðalstjórn Þórs býður leikmönnum, starfsfólki, félagsfólki og velunnurum að mæta í Hamar á morgun, föstudaginn 6. janúar, þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst.

Námskeið - Verndum börn gegn kynferðisofbeldi

Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða fólki sem kemur að íþróttastarfi barna á námskeiðið Verndarar barna.

Við áramót - verðlaunahátíð í Hamri 6. janúar kl. 17

Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.

Áramótakveðja

Íþróttafélagið Þór óskar Þórsurum öllum, nær og fjær, félagsfólki, stuðningsfólki og samstarfsfyrirtækjum farsældar á nýju ári.

Ábendingar um heiðursmerki

Útbúið hefur verið eyðublað hér á heimasíðunni fyrir félagsfólk sem vill koma með ábendingar um einstaklinga sem ættu skilið að fá heiðursmerki félagsins.

Íþróttafélagið Þór óskar ykkur öllum gleðilegra jóla!

Íþróttaskóli Þórs á annan í jólum, söfnun fyrir langveik börn

Bibbi verður með ókeypis tíma fyrir tveggja til fimm ára krakka í Íþróttaskóla Þórs á annan í jólum.

Lokað frá kl. 15 á Þorláksmessu - átt þú eftir að ná þér í Þórsvörur?

Athugið að afgreiðsla á jólakúlum, konfekti og öðru fylgir lokunartímum í Hamri. Í kvöld, 22. desember, er opið til kl. 20:30 og á morgun, Þorláksmessu, til kl. 15.