Pílukast: Ólöf Heiða og Viðar náðu lengst Þórsara á RIG

Níu keppendur frá píludeild Þórs tóku í gær þátt í pílumóti Reykjavíkurleikanna þar sem keppt var í einmenningi í 501. Ólöf Heiða Óskarsdóttir fór í undanúrslit í kvennaflokki og Viðar Valdimarsson í 16 manna úrslit í karlaflokki.

Handbolti: Arnór Þorri með 15 mörk í jafntefli

Þórsarar og ungmennalið Hauka skildu í kvöld jöfn eftir æsispennandi lokamínútur í leik liðanna í Grill 66 deild karla í handbolta. Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði 15 mörk. Þór og ÍR berjast um efsta sæti A-liðanna, en ungmennalið Fram rígheldur í toppsætið.

Knattspyrna: Þór/KA2 með sigur á Völsungi

Þór/KA2 sigraði lið Völsungs í Kjarnafæðimótinu í dag og tyllti sér á topp kvennadeildar mótsins.

Handbolti: Þórsarar taka á móti ungmennaliði Hauka í dag

Þór mætir ungmennaliði Hauka í Grill 66 deildinni í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 18. Vakin er athygli á breyttri tímasetningu. Leiknum er seinkað til kl. 18 vegna mótahalds í Höllinni.

Handbolti: KA/Þór tekur á móti ÍBV í dag - LEIK FRESTAÐ

KA/Þór tekur á móti liði ÍBV í KA-heimilinu í dag kl. 17:30. Vakin er athygli á breyttri tímasetningu. Leikurinn átti upphaflega að vera kl. 15, en var seinkað vegna mótahalds.

Knattspyrna: Þór/KA2 mætir Völsungi í Boganum í dag

Vel tókst til með körfuboltabúðir fyrir stúlkur

Körfuboltabúðir fyrir stelpur voru haldnar á sunnudaginn 21. janúar, er þetta i fyrsta sinn sem Þór heldur körfuboltabúðir sem eru einungis ætlaðar stelpum.

Körfubolti: Leikur Þórs og Fjölnis færður á sunnudag

Þór tekur á móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta sunnudaginn 28. janúar kl. 18:15. Vakin er athygli á breyttum leikdegi, en leikurinn átti upphaflega að vera í kvöld, föstudagskvöld, en var færður yfir á sunnudag vegna mótahalds í Höllinni.

Mikil gleði á Alimóti 5.flokks

5.flokkur karla hjá Þór fer á hverju ári í Kópavog og tekur þátt í skemmtilegu móti á vegum Breiðabliks í janúar.

Pílukast: Fyrirtækjamót píludeildar Þórs og Slippfélagsins

Nú er komið aftur að því að píludeild Þórs haldi fyrirtækjamót, en það var síðast haldið fyrir tveimur árum og lofar píludeildin góðri skemmtun. Spilað verður á fimmtudögum, skráningarfrestur til 12. febrúar.