06.01.2023
Val á íþróttamanni Þórs með þeim hætti sem við þekkjum núna hófst árið 1990 að frumkvæði Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Áður hafði staðið nokkur styr um valið sem varð til þess að Ragnar tók af skarið og gaf verðlaunagrip.
05.01.2023
Aðalstjórn Þórs býður leikmönnum, starfsfólki, félagsfólki og velunnurum að mæta í Hamar á morgun, föstudaginn 6. janúar, þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst.
05.01.2023
Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða fólki sem kemur að íþróttastarfi barna á námskeiðið Verndarar barna.
05.01.2023
Línumaður handboltaliðs Þórs, Kostadin Petrov, er í lokahópi Norður-Makedoníu fyrir HM í handbolta. Hann var á dögunum heiðraður af heimaborg sinni, Veles.
03.01.2023
Þór van Fylki í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar eftir jólafrí í kvöld.
03.01.2023
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 11.-13. janúar næstkomandi.
03.01.2023
Aðstaða Píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu er opin í janúar fyrir öll sem áhuga hafa á að koma og prófa og kynnast pílukasti.
03.01.2023
Getraunadeildin - eða það sem flestir tipparar kannast við í gegnum tíðina sem hópleik getrauna - hefst laugardaginn 7. janúar.
02.01.2023
Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.