Goðsagnakennd barátta í vændum?

Tap hjá Þór/KA í Bestu deildinni

Þór/KA tekur á móti FH í dag

Þór/KA fær FH í heimsókn á Þórsvöllinn í dag og hefst leikurinn kl. 18:30. Leikurinn er í sjöttu umferð Bestu deildarinnar og þriðji heimaleikur liðsins á þremur völlum það sem af er móti.

Maddie Sutton framlengir hjá Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Maddie Sutton um að leika með liðinu í Subway-deildinni á komandi tímabili og verður þetta annað tímabil hennar með liðinu. Maddie var algjör lykilleikmaður í Þórsliðinu sem endaði í 2. sæti 1. deildar í vor og vann sér sæti í efstu deild og því mikill fengur fyrir liðið að endurnýja samning við hana.

Egill Orri til reynslu hjá Bröndby

Þórsarinn Egill Orri Arnarsson tók þátt í sterku æfingamóti með unglingaliði danska stórveldisins Bröndby um helgina.

Stutt bikarævintýri hjá Þór/KA

Þátttöku Þórs/KA í Mjólkurbikarkeppninni er lokið þetta árið eftir 2-0 tap í Keflavík.

Körfuboltakrakkar úr Þór æfðu á Grenivík

Eins og svo oft áður féll æfing í Glerárskóla niður í dag og var því brugðið á það ráð að halda til Grenivíkur og æfa í flottum íþróttasal staðarins.

Mjólkurbikarinn: Þór/KA mætir Keflavík í dag

Þór/KA hefur leik í Mjólkurbikarkeppninni í dag með útileik gegn Keflvíkingum í 16 liða úrslitum keppninnar.

Afhroð í Egilshöll

Þórsarar biðu afhroð gegn Fjölni þegar liðin mættust í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar í Egilshöllinni í kvöld. Sex marka ósigur varð niðurstaðan.

Vangaveltur frá formanni Þórs

Ágætu Þórsarar, ég þakka traustið, ég vona svo sannarlega að ég skili félaginu fram á við. Þó að það verði bara eitt lítið hænufet.