13.03.2024
Þór vann Snæfell, nokkuð örugglega að segja má þegar upp var staðið, en þó í sveiflukenndum leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Munurinn var 12 stig í lokin.
12.03.2024
Í kvöld er loksins aftur komið að leik hjá stelpunum okkar í körfuboltanum, eftir tveggja vikna hlé. Í kvöld kemur lið Snæfells úr Stykkishólmi í Höllina. Leikurinn hefst kl. 19:15.
11.03.2024
Píludeild Þórs og Matthías Örn Friðriksson hafa framlengt samning um starf hans sem þjálfara píludeildar út árið 2024.
10.03.2024
Þór og Fjölnir skildu jöfn í lokaleik liðanna í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í dag. Þór mætir Breiðabliki í undanúrslitum mótsins fimmtudaginn 14. mars.
10.03.2024
Síðasta Goðamót vetrarins fór fram um helgina.
10.03.2024
Þór/KA vann FH í A-deild Lengjubikarsins í gær. Liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og hefur tryggt sér sigur í riðlinum þótt enn sé einn leikur eftir.
10.03.2024
Goðamót Þórs fyrir stelpur í 5. flokki hófst á föstuddag og lýkur upp úr hádegi í dag.
09.03.2024
Þór/KA leikur sinn fjórða leik í A-deild Lengjubikarsins í dag þegar liðið mætir FH í Skessunni í Hafnarfirði kl. 14.
09.03.2024
Þórsarar unnu sinn níunda sigur í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöld þegar þeir fengu Ármenninga í heimsókn.