Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Árni Óðinsson var í gær sæmdur heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.
Nói Björnsson formaður flutti eftirfarandi ræðu um Árna við athöfnina:
Árni Óðinsson rafvirki og fyrrum íþróttamaður var og er einn af betri skíðamönnum sem Akureyringar hafa átt. Margfaldur Íslandsmeistari á skíðum í svigi og stórsvigi og ólympíufari.
Í nærri fjóra áratugi hefur Árni sinnt miklu og öflugu félagstarfi fyrir Þór. Fyrst kom hann inn í starf unglingaráðs knattspyrnudeildar m.a. sem formaður þess um árabil. Þá lá leið hans í stjórn knattspyrnudeildar sem formaður.
Eftir margra ára starf fyrir knattspyrnudeild lá leið hans inn í aðalstjórn. Fyrst sem varaformaður á árunum 2006-2010 og svo sem formaður félagsins 2012-2018.
Árni sat í framkvæmdarnefnd fyrir Þór frá árinu 2007 þegar uppbygging á félagssvæði Þórs var í undirbúningi og á framkvæmdatímanum.
Þeir sem starfað hafa með Árna í félagsmálum eru sammála um að hann hafi í hvívetna verið sanngjarn og afar réttsýnn og þægilegur í öllu viðmóti.
Árni var sæmdur gullmerki Þórs á 90 ára afmæli félagsins í júní 2005, en áður hafði hann hlotið silfurmerki félagsins. Einnig gull- og silfurmerki KSÍ. Þá hlaut Árni heiðursviðurkenningu Frístundaráðs Akureyrar árið 2018.
Íþróttafélagið Þór óskar Árna til hamingju með heiðursfélaganafnbótina og þakkar honum farsæl störf í þágu félagsins.
Myndaalbúm frá athöfninni - Ármann Kolbeinsson.