Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KKÍ og Pekka Salminen hafa ráðið aðstoðarþjálfara A landsliðs kvenna næstu tvö árin.
Með Pekka verða Ólafur Jónas Sigurðsson, Emil Barja og okkar maður, Daníel Andri Halldórsson.
Fyrsta verkefnið hjá þeim verða æfingabúðir frá 14.-24. ágúst, er það liður í undirbúningi fyrir undankeppni EuroBasket 2027 (FIBA Women’s EuroBasket 2027 Qualifiers First Round). Dregið verður í riðla 23. júlí næstkomandi og mun drátturinn fara fram í Munchen í Þýskalandi. Fyrstu leikirnir verða í landsleikjaglugganum sem verður spilaður 12.-18. nóvember.
Daníel Andri hefur þjálfað kvennalið Þórs með eftirtektarverðum árangri undanfarin ár auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka Þórs í körfubolta.
Við óskum Danna til hamingju með þetta flotta tækifæri.