Við fórum á diplómamót í hnefaleikum sem haldið var í Hafnarfirði sunnudaginn 22, október.
Við vorum með 10 keppendur í þetta skiptið og voru 3 af þeim að keppa í fyrsta skipti.
Haukur Ingi Elsuson og Mikael Gunnarsson mættust og voru þeir báðir að keppa á sínu fyrsta móti. Mikael stýrði soldið viðureigninni og var mjög dugegur að slá, á meðan Haukur var duglegur að verjast. Hauki vantaði kanski aðeins að vera duglegri að svara fyrir sig þegar hann var búinn að verjast nokkrum höggum frá Mikael. Þeir stóðu sig báðir mjög vel og gott fyrir þá að vera búnir með fyrstu viðureign sína og verður gaman að fylgjast með hvernig boxið þeirra þróast.
Ívan Þór var næstur og mætti hann Adrian Pawlikowski ú Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar. Þeir voru greinilega spenntir fyirir viðureigninni og fengu áminningu strax í byrjun áminningu fyrir að fara of fast. Þeir voru samt að boxa vel, en áður en önnur lota var búinn , fékk Ívan aðra áminningu fyrir að fara of fast og ljóst að næst yrði dregið stig af honum. Ívan kláraði viðureignina samt af mikilli skynsemi og eftir viðureignina var hann búinn að safna sér nóg af stigum til að fá gullmerki Hnefaleikasambands Íslands
Næst var Lilja Lind Torfadóttir og hún mætti Ronald Bjarka Mánasyni úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Lilja átti í einhverjum vandræðum með að Ronald væri örvhentur og fór soldið frjálslega með stöður, en í þriðju lotu fann hún loksins lausnina á málinu og byrjaði að gera árásir og gagnárásir sem sýndi loks hversu góð Lilja er. hún var búin að vera soldið hikandi fyrstu tvær loturnar en fann greinilega fjölina í þeirri þriðju.
Eftir viðureignina var Lilja svo búin að safna nægum stigum til þess að fá gullmerki Hnefaleikasambands Íslands
Aron Örn Oyola Stefánsson fór svo næstur í hringinn, hann mætti Aldar Frey Friðrikssyni úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Aron var hafði greinilega ætlað sér að vinna með nýjann stíl og gekk ágætlega sóknarlega séð. honum gekk hins vegar ekki nógu vel varnarlega séð og átti erfitt með að blokka högg og ganghögg andstæðingsins. Þar þarf hann annaðhvor að vera duglegri að hreyfa fæturna eða hafa hendurnar fyirir höfðinu og hreyfa höfuðið eða jafnvel allt saman. Aron er að safna sér stigum upp í bronsmerki.
Arnar Geir Kristbjörnsson var svo næstur, hann mætti Guðmundi Mána Hildarsyni úr Hnefaleikafélagi Reykjanes. Arnar var mjög duglegur með stunguna og nýtti svo vel að senda hægri höndina á eftir stunguni. Arnar stóð sig mjög vel og er að safna sér uppí silfur.
Númi Kristínarson mætti svo Pétri Eyfjörð Friðrikssyni úr Æsi. Þeir voru báðir að keppa í fyrsta skipti og voru því báðir mjög spenntir. Þeir áttu það til að fara aðeins of fast, og er það helsta ástæðan fyrir að hvrougur þeirra fékk diplóma í þessari viðureign. Þeir boxuðu mjög vel og Númi var duglegur að nota stunguna og vinstri krók, en eins og sagði varð þetta stundum aðeins of fast og voru þeir því aðeins dregnir niður fyrir það.
Stefán Karl Ingvarsson mætti svo Alejandro Cordova Cervera ú Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar. Vegna þess að Stefán vill helst boxa með vinstri höndina niðri og vera frekar uppréttur átti hann í mestu vandræðum með að halda Alejandro frá sér. Alejandro vildi bara boxa í návíginu og var duglegur að festa Stefán á köðlunum og byrja að vinna í skrokkhöggum, og þaðan í höfuðhögggin. Stefán verður að vera duglegri að hreyfa fæturna og skipta um átt. Einnig verður hann að vera vakandi fyrir hvenær fjarlægðin breytis og aðlaga sig með því að breyta þá um stöðu. Þetta var mjög mikilvæg viðureign fyrir Stefán að fá og vonandi lærði hann mikið af henni.
Bragi Freyr Eiríksson fór á móti Elvari Ágúst Ragnarsyni. Bragi var duglegur að hreyfa sig, kanski aðeins of. Hann hefði mátt gera eins og hann gerði við að koma sér undan höggum andstæðingsins, en þegar hann var kominn aðeins út fyrir, stöðva .ar og hefja gagnsókn. En hann hélt oftast áfram að bakka sem skapar þá oft svo mikinn skriðþunga fyiri þann sem er að koma fram, að erfitt getur reynst að stoppa hann þegar maður svo loks reynir. Bragi átti samt nokkur góð andartök og kom úr þessari viðureign bara með ágætis einkunn. Hann er að safna sér í bronsmerki.
Síðust var svo Valgerður Telma Einarsdóttir. hún mætti Valdimar Aðalsteinssyni úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar. Valgerður náði í þessari viðureign að sýna sínar allra bestu hliðar. Hún var stöðugt að hreyfa sig nær og fjær og til hliðar, svo andstæðingurinn náði aldrei að spá fyrir um hvar hún yrði. Hún var mjög dugleg að nota stunguna og slá mismunandi höggaflettur þannig að andstæðingur hennar vissi aldrei hverju hann átti von á, nema þá að hann átti von á að fá högg í sig. Með frammistöðuni var Valgerður búin að safna nægum stigum til að vinna sér inn Gullmerki Hnefaleikasamband Íslands, þannig að það voru 3 krakkar ú Þór sem fengu gullmerki á sama mótinu
|
|