Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsararnir Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson tóku þátt í undankeppni EM með U17 ára landsliði Íslands í fótbolta á Írlandi á dögunum.
Fyrsti leikur íslenska liðsins var gegn sterku liði Sviss og tapaðist hann 3-0. Í öðrum leik varð svekkjandi markalaust jafntefli gegn heimamönnum í Írlandi niðurstaðan í leik þar sem Ísland var sterkari aðilinn. Strákarnir luku riðlinum svo með glæsilegum 7-1 sigri á Armenum.
Úrslitin þýða að Ísland hafnaði í 3.sæti riðilsins með 4 stig og enn óljóst hvort það dugi til að komast áfram í milliriðil en það veltur á lokastöðu í öðrum undanriðlum sem hafa ekki farið fram.
Pétur spilaði allan leikinn gegn Sviss í stöðu miðvarðar og Egill spilaði allar mínútur mótsins í vinstri bakverði að frátöldum síðustu tíu mínútunum í leiknum gegn Sviss.