Eva Wium valin í A-landslið Íslands

Eva Wium Elíasdóttir.

Mynd - Palli Jóh.
Eva Wium Elíasdóttir.

Mynd - Palli Jóh.

Benedikt Rúnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir næsta verkefni, úti­leiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undan­keppni EM í körfu­bolta.

Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir er í hópnum.

Ísland leik­ur gegn Tyrklandi 6. fe­brú­ar og gegn Slóvakíu þrem­ur dög­um síðar. Tyrk­land er í topp­sæti riðils­ins með átta stig, Slóvakía í öðru með fjög­ur og Rúm­en­ía og Ísland koma næst með tvö hvort.

Smelltu hér til að skoða hópinn í heild sinni.

Við óskum Evu til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.