Fjölmennum á síðasta heimaleik Þórs í vetur

Fjölmennum á síðasta heimaleik Þórs í vetur

Fjórði leikur Þórs og Stjörnunnar í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta verður í Íþróttahöllinni á morgun, laugardaginn 15. apríl kl. 16.

Staðan er sú að Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og getur með sigri á morgun tryggt sér sigur í rimmunni. En það er nokkuð sem stelpurnar okkar hafa engan áhuga á, liðið er alls ekki tilbúið að fara strax í sumarfrí. Með Þórssigri á morgun myndi liðið knýja fram oddaleik sem fram færi í Garðabæ.

Eins og margoft hefur komið fram þá eigum við Þórsarar flottustu og bestu stuðningsmenn sem völ er á.

Stuðningsmenn okkar hafa í vetur algjörlega geggjaðir og með frábærri stemningu gefið stelpunum okkar byr undir báða vængi. Í síðustu heimaleikjum hafa áhorfendur verið í kringum 180 talsins og væri svo geggjað ef þeir allir gætu mætt á morgun og hver og einn tæki með sér gest. Stelpurnar okkar elska þann mikla stuðning sem liðið hefur fengið í vetur

Leikurinn á morgun verður síðasti heimaleikur Þórs á yfirstandandi tímabili og það sem meira er liðið er að kveðja næst efstu deild og mætir til leiks í haust í deild þeirra bestu.

Mætum í rauðu og hvítu og verum ekki spör á hvatingarhrópin, látum sönginn hljóma

Í hálfleik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur og miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV https://www.livey.events/thortv en ekkert jafnast á við það að vera á staðnum.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Fjölmennum á leikinn í rauðu og hvítu og styðjum Þór til sigurs. Hafi það ekki komið fram áður þá munum að körfubolti er skemmtileg íþrótt.

Áfram Þór alltaf, alls staðar