Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs hefur endurnýjað leikmannasamninga við fjóra unga leikmenn.
Atli Þór Sindrason hefur framlengt samning sinn um tvö ár eða út árið 2026 en Atli er fæddur 2006 og því á miðári í 2.flokki. Atli lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki Þórs þegar hann kom inná gegn Njarðvík í Lengjubikarnum á dögunum. Atli lék sem lánsmaður með Kormáki/Hvöt seinni hluta síðasta sumars þar sem hann skoraði 2 mörk í 10 leikjum.
Davíð Örn Aðalsteinsson framlengir einnig samning sinn um tvö ár, út árið 2026. Davíð Örn er fæddur 2006 og því á miðári 2.flokks. Davíð hefur leikið 4 mótsleiki fyrir meistaraflokk Þórs og hefur einnig verið viðloðandi yngri landslið Íslands á undanförnum árum.
Haukur Helgason skrifar undir sinn fyrsta samning við Þór og gildir hann út árið 2025.
Haukur er fæddur 2004 og er því á fyrsta ári í meistaraflokki en hann var fyrirliði 2.flokks síðasta sumar. Haukur hefur leikið 24 leiki í meistaraflokki fyrir KFS.
Haukur hefur samhliða undirskriftinni verið lánaður til KF sem leikur í 2.deild í sumar.
Kristinn Bjarni Andrason skrifar undir sinn fyrsta samning við Þór og gildir hann út árið 2025. Kristinn Bjarni er fæddur 2006 og því á miðári 2.flokks. Hann skoraði 7 mörk í 13 leikjum með 2.flokki síðasta sumar auk þess að leika með meistaraflokki Kormáks/Hvatar þar sem hann skoraði 2 mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í 2.deild.
Kristinn verður á láni hjá Kormáki/Hvöt í sumar og getur því leikið með Húnvetningum í 2.deild ásamt því að spila með 2.flokki Þórs/THK.
Við óskum drengjunum til hamingju með samningana og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og dafna.