Handbolti: KA/Þór stóð í toppliðinu

KA/Þór stóð betur í toppliði Olísdeildarinnar, Val, þegar liðin mættust á Akureyri í dag, en það hefur gert gegn öðrum liðum í undanförnum leikjum. Niðurstaðan engu að síður þriggja marka tap.

Gestirnir náðu þriggja marka forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum og héldu henni meira og minna þar til langt var liðið á leikinn. Munurinn varð mestur fimm mörk tvisvar í fyrri hálfleiknum, en þrjú mörk þegar fyrri hálfleik lauk, 11-14.

KA/Þór náði að minnka muninn í eitt mark, 18-19, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir og aftur þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, 23-24, og fengu tækifæri til að jafna, en það vantaði örlítið upp á og Valskonur náðu að tryggja sér sigurinn með tveimur mörkum í lokin.

KA/Þór - Valur 23-26 (11-14)

Nathalia Soares Baliana, Lydia Gunnþórsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir skoruðu mest í liði KA/Þórs, en Hildigunnur Einarsdóttir í liði gestanna.

Helstu tölur

KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares Baliana 8, Lydía Gunnþórsdóttir 6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Aþena Einvarðsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11 (29,7%).
Refsingar: 4 mínútur.

Valur
Mörk: Hildigunnur Einarsdóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 11 (32,4%).
Refsingar: 6 mínútur,

Naumt tap fyrir toppliðinu gefur því miður engin stig, en vonandi bætist í sjálfstraustið fyrir næstu leiki. KA/Þór er enn í botnsætinu með fimm stig úr 15 leikjum, en Stjarnan er einnig með fimm stig. Valur er með örugga forystu á toppi deildarinnar.

Leikskýrslan (hsi.is)
Staðan í deildinni (hsi.is)

Tölfræðin (hbstatz.is)

Næst

  • Mót: Powerade-bikar kvenna
  • Leikur: Selfoss - KA/Þór
  • Staður: Selfoss
  • Dagur: Þriðjudagur 6. febrúar
  • Tími: 18:00

Þarnæst

  • Mót: Olísdeild kvenna
  • Leikur: ÍR - KA/Þór
  • Staður: Skógarsel
  • Dagur: Laugardagur 10. febrúar
  • Tími: 17:30