Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar taka á móti liði Fjölnis í 7. umferð Grill 66 deildar karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni og hefst kl. 18:30.
Liðin eru jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar, bæði með níu stig, hafa unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Á hæla þeirra koma ÍR-ingar með átta stig, en þetta eru þau þrjú lið ásamt Herði sem munu bítast um sæti í Olísdeildinni að ári. Önnur lið í deildinni eru ungmennalið. Innbyrðis leikir þessara liða eru því mikilvægir í söfnun stiga.
Þór og Fjölnir misstigu sig bæði í síðustu umferð. Fjölnir tapaði með einu marki á heimavelli fyrir ungmennaliði Fram og Þórsarar voru kjöldregnir af ÍR í Breiðholtinu, töpuðu þar með 12 marka mun. Það má því gera ráð fyrir að bæði lið mæti af krafti í leikinn með smá óbragð í munni eftir síðasta leik.
Að venju geta gestir gætt sér á grilluðum hamborgurum frá B. Jensen.
Allir leikir í deildinni eru sýndir beint á handboltarásum Sjónvarps Símans.