Hjörtur Geir Heimisson og Orri Freyr Hjaltalín. Mynd sótt í Facebook-hóp Píludeildarinnar.
Píludeild Þórs stóð fyrir skemmtimóti á föstudagskvöldið þar sem keppt var í tvímenningi, vanur og óvanur spilari saman í liði.
Tuttugu keppendur mættu til leiks. Spilað var í fjórum riðlum og fjögur efstu lið í hverjum riðli fóru áfram í 16 liða úrslit. Neðsta lið hvers riðils fór í aukakeppni um svokallaðan forsetabikar.
Að lokum voru það Hjörtur Geir Heimisson og Orri Freyr Hjaltalín sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa lagt Steinþór Má Auðunsson og Kristján Frey Óðinsson í úrslitaleik. Lúther Þór Gunnlaugsson og Stefán Örn Steinþórsson enduðu í 3. sæti eftir sigur á Friðriki Gunnarssyni og Dóru Óskarsdóttur. Gunnar Freyr Gunnarsson og Guðni Björn unnu forsetabikarinn, en þeir sigruðu Viðar Valdimarsson og Hlyn Tulinius í fjörugum úrslitaleik.
Hlynur Tulinius.
Kristján Freyr Óðinsson og Steinþór Már Auðunsson enduðu í 2. sæti. Myndir: Facebook-hópur Píludeildar Þórs.
Lúther Þór Gunnlaugsson og Stefán Örn Steinþórsson enduðu í 3. sæti.
Tuttugu pílukastarar tóku þátt í mótinu.