Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fyrsti leikurinn í kvennadeild Kjarnafæðismótsins fór fram í gær þegar Þór/KA2 tók á móti liði Tindastóls. Feðgin voru í dómaratríóinu og er það í fyrsta skipti í sögu KDN sem það gerist, mögulega á landinu einnig.
Þau Leyla Ósk Jónsdóttir, fædd 2009, og Zakir Jón Gasanov dæmdu leikinn ásamt Sveini Þórði Þórðarsyni. Zakir Jón var aðaldómari og Leyla Ósk dóttir hans aðstoðardómari, í sínum fyrsta leik í meistaraflokki.
Þór/KA2 vann fimm marka sigur, 6-1, eftir að hafa verið 2-0 yfir í leikhléi.
Þór/KA2 - Tindastóll 6-1 (2-0)
Dómaratríóið. Leyla Ósk Jónsdóttir, Zakir Jón Gasanov og Sveinn Þórður Þórðarson.