Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Liðin fjögur sem enduðu í 6.-9. sæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik eftir fyrsta hluta mótsins (18 umferðir, 16 leiki) mætast innbyrðis, heima og að heiman, á næstu vikum. Fyrsti leikur Þórs er í Stykkishólmi í kvöld.
Snæfell varð neðst af þeim liðum sem kláruðu fyrsta hluta mótsins, náði að vinna tvo heimaleiki, gegn liðunum í næstu sætum fyrir ofan, Fjölni og Val. Leikurinn í kvöld verður í beinni á Subway-deildarrás Stöðvar 2 sport.
Hér má sjá stöðu liðanna sem leika áfram í neðri hluta deildarinnar. Þrjú þessara liða fara í úrslitakeppni deildarinnar, þ.e. liðin sem enda í 6., 7. og 8. sæti og mæta þá liðunum í þremur efstu sætum efri hlutans í fyrst umferð úrslitakeppninnar í apríl.
Inn í þessa leikjadagskrá kemur svo að sjálfsögðu bikarhelgin, en Þórsliðið er sem kunnugt er komið í undanúrslit VÍS-bikarkeppninnar.