Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Styrktarmót fyrir meistaraflokk kvenna í körfubolta verður haldið í aðstöðu píludeildar Þórs laugardagskvöldið 11. mars. Húsið verður opnað kl. 19 og byrjað að spila kl. 20. Þátttökugjald er 3.000 krónur. Tvær spila saman í liði og lögð áhersla á skemmtilegt mót auk þess sem veitt verða vegleg verðlaun.
Eins og Þórsarar hafa væntanlega tekið eftir er kvennaliðið í körfunni í hörkubaráttu á toppi 1. deildarinnar, örfáir leikir eftir af deildinni og fram undan úrslitakeppni fjögurra efstu liða um eitt sæti í Subway-deildinni á næsta ári. Stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðningi að halda sem við getum veitt þeim, jafnt úr stúkunni í leikjum heima og að heiman, sem og til að styrkja grundvöllinn fyrir rekstri liðsins. Stelpurnar eiga einmitt mjög mikilvægan leik í kvöld, útileik gegn Stjörnunni í Garðabænum, en þessi lið eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Það lið sem vinnur í kvöld stendur því vel að vígi varðandi toppsætið og oddaleikjaréttinn í úrslitarimmunum.
Mótið á laugardaginn skilar vonandi góðum stuðningi - og er um leið kjörið tækifæri fyrir konur að mæta og kynnast þeirri skemmtilegu íþrótt sem pílukastið er.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/a99Afpp3whimzK9J6