Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í byrjun árs tók fólk saman höndum til að bæta við erlendum leikmanni í kvennalið Þórs í körfunni og stefnan þannig sett á efstu deild og sú ákvörðun hefur nú skilað tilætluðum árangri. Hin þýska Tuba Poyraz kom til liðsins í janúar og hefur komið vel inn í þetta öfluga lið.
Af trúarlegum ástæðum er Tuba í sérstakri stöðu sem íþróttakona því nú stendur yfir Ramadan, níundi mánuðurinn í tímatali Íslam. Í þeim mánuði mega fylgjendur íslam hvorki borða né drekka frá sólarupprás til sólarlags. Í viðtali við heimasíðuna eftir leikinn var hún spurð út í næringu og hvernig henni gengi að eiga næga orku í leiki þegar hún fastar allan daginn, en hún segist vön því og þetta sé spurning um hugarfar. Það sé kannski áskorun, en ekki erfitt í sjálfu sér.