Rauð veðurviðvörun - Æfingar falla niður frá klukkan 17

Á NA-landi er búið að gefa út rauðar viðvaranir sem ná yfir daginn í dag milli kl 17-22.
 
Það hefur því verið ákveðið að Íþróttafélagið Þór felli niður allar æfingar í dag frá kl. 17:00. Meistaraflokkar eru undanskildir og taka ákvarðanir með hvort þeir haldi sínum æfingum.
 
Samkvæmt almannavörnum ríkisins á að fella niður allt íþróttastarf þegar rauð viðvörun tekur gildi.