Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Á föstudaginn síðastliðinn fór 4.flokkur með 14 leikmenn á Seltjarnarnes að spila leik við Gróttu í bikarnum. Leikurinn byrjaði heldur illa hjá okkar mönnum og lentum þeir 6-1 undir strax í byrjun en voru snöggir að koma sér inn í leikinn og endaði leikurinn 25-31 okkur í vil. Erum strákarnir í 4.flokki því komnir áfram í næstu umferð í bikarnum. Eftir leik var farið og fengið sér að borða og beint uppá Hótel 201 í Kópavogi þar sem fór vel um okkar menn alla helgina.
Á laugardeginum fengu strákarnir að sofa aðeins út þar sem leikur dagsins á móti Val var ekki fyrr en kl. 19:00. Eftir morgunmat fóru strákarnir í Skemmtigarðinn í Smáralind. Eftir Skemmtigarðinn fengu þeir sér að borða áður en farið var á Hlíðarenda til að styðja meistaraflokkinn sem var að spila við ungmennalið Vals.
Eftir leikinn hjá meistaraflokki hófst leikurinn hjá 4.flokki. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í góða forystu strax í upphaf leiks. Valsmenn náðu hins vegar að minnka forskotið og varð leikurinn gríðarlega jafn í seinni hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 29-27 fyrir Val þrátt fyrir mikla baráttu hjá okkar mönnum.
Á sunnudeginum vökunuðu allir snemma og fóru í morgunmat á hótelinu. Eftir morgunmat var öllu pakkað niður og farið ásamt 3.flokk í Breiðholtið að spila við ÍR í nýja glæsilega íþróttarhúsinu þeirra í Skógarseli.
Strákarnir byrjuðu leikinn gríðarlega vel og voru ekki lengi að byggja upp góða forystu í leiknum og endaði sá leikur með góðum sigri okkar manna 26-31. Eftir leik röðuðu strákarnir sér í stúkuna og létu vel í sér heyra þegar 3.fokkur spilaði sinn leik á móti ÍR.
Þjálfararnir Arnór Þorri og Viktor þakk fyrir skemmtileg ferð með frábærum strákum.