Sigur á ungmennaliði HK í jöfnum leik

Þórsarar eru jafnir Fjölni í efsta sæti Grill 66 deildar karla í handbolta eftir eins marks sigur í jöfnum og spennandi leik gegn ungmennaliði HK á laugardag. 

Heimamenn í ungmennaliði HK höfðu forystuna lengst af fyrri hálfleik, en leikurinn jafn frá byrjun og aldrei meiri munur en tvö mörk á annan hvorn veginn allan leikinn. Þórsarar höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn. Liðin skiptust á forystunni í seinni hálfleiknum þar til á síðustu tíu mínútunum, en þá héldu Þórsarar eins til tveggja marka forskoti og unnu að lokum með einu marki.

HK-U - Þór 27-28 (14-15)

HK-U
Mörk: Sigurður Jefferson Guarino 7, Marteinn Sverrir Bjarnason 4, Haukur Ingi Hauksson 4, Benedikt Þorsteinsson 3, Örn Alexandersson 3, Davíð Elí Heimisson 2, Ísak Óli Eggertsson 1, Kristófer Stefánsson 1, Ágúst Guðmundsson 1, Tumi Steinn Andrason 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 5, Einar Gunnar Guðjónsson 2 (20%).
Refsingar: 6 mínútur.

Þór
Mörk: Aron Hólm Kristjánsson 6, Arnþór Gylfi Finnsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Viðar Ernir Reimarsson 3, Andri Snær Jóhannsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Halldór Yngvi Jónsosn 1, Hilmir Kristjánsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11 (28,9%).
Refsingar: 2 mínútur.

Að loknum fjórum umferðum eru Þórsarar jafnir Fjölnismönnum á toppi deildarinnar, en bæði lið hafa unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli. Þórsarar fá lið Harðar í heimsókn í næstu umferð.

  • Deild: Grill 66 deild karla
  • Leikur: Þór - Hörður
  • Staður: Íþróttahöllin
  • Dagur: Laugardagur 21. október
  • Tími: 16:00