Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar biðu lægri hlut gegn liði Breiðabliks í úrslitaviðureign Íslandsmótsins í Rocket League í dag.
Þórsarar höfðu sigrað Suðurtak og LAVA Esports í útsláttarkeppninni. Blikar höfðu áður orðið deildarmeistarar, en liðin mættust í undanúrslitum í efri hluta úrslitakeppninnar. Þar höfðu Þórsarar sigur, en fyrirkomulagið er þannig að þá fóru Blikar í neðri hluta útsláttarkeppninnar og mættu liði LAVA í undanúrslitum og unnu. Þór mætti því Breiðabliki bæði í undanúrslitum og í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Blikar höfðu betur þar, 4-1. Þórsarar standa því uppi með silfurverðlaun og geta ef til vill vel við unað því Breiðablik var með öflugt lið sem hafði spilað vel í vetur og vann deildina.
Úrslitaleikurinn var í beinni á Twitch-rás mótsins, en upphitun fyrir leikinn hefst á 1:06:30 áður en viðureignin sjálf hefst.