Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Karlalið Þórs í knattspyrnu hefur leik í Lengjudeildinni í dag þegar Vestramenn frá Ísafirði mæta til Akureyrar. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 14.
Sala og afhending árskorta verður í Hamri frá kl. 12 og grillið að sjálfsögðu sjóðheitt fyrir leik. Þórsarar eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og starta sumrinu af krafti með strákunum. Alvöru stuðningur úr stúkunni skiptir máli og orkunni best varið í að hvetja eigið lið.
Þessi lið hafa mæst sex sinnum í Lengjudeildinni og hafa Vestramenn þar yfirhöndina. Þórsarar hafa unnið einu sinni, tvisvar hefur orðið jafntefli, en þrisvar hefur Vestri sigrað. Eini sigur Þórs kom í ágúst í fyrra á Þórsvellinum, en fyrri leikur liðanna í fyrra endaði með 3-3 jafntefli fyrir vestan.
Leikjadagskrá Þórs í Lengjudeildinni - ksi.is. Rétt er að vekja athygli á að næsti leikur Þórs á eftir leiknum við Vestra hefur verið færður á milli valla fyrir sunnan. Vegna endurbóta getur Afturelding ekki spilað á sínum heimavelli þannig að leikur Aftureldingar og Þórs verður á Framvellinum föstudaginn 12. maí og hefst kl. 19:30.
Á sunnudag er svo komið að leik hjá A-liðinu í 2. flokki karla, sem spilar í B-deild. Strákarnir taka á mógi Breiðabliki/Augnabliki/Smára2 í Boganum á sunnudag kl. 17:30.