Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Strákarnir okkar í fótboltanum unnu góðan sigur í Boganum í dag þegar ÍR-ingar komu í heimsókn í 32-liða úrslitum keppninnar.
ÍR-ingar komust yfir strax í upphafi en Þórsarar voru fljótir að jafna metin þegar Clement Bayiha skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Sigfús Fannar Gunnarsson kom Þórsurum í 2-1 um miðbik fyrri hálfleiks og hinn sautján ára gamli Peter Ingi Helgason innsiglaði sigur Þórs í uppbótartíma með sínu fyrsta marki fyrir meistaraflokk.
Smelltu hér til að skoða umfjöllun Fótbolta.net
Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn HK þegar Lengjudeildin hefst föstudaginn 2.maí næstkomandi.