Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tvö frá Þór í U15 í körfubolta
Fyrir skömmu völdu landsliðsþjálfarar KKÍ þá leikmenn sem skipa 16 til 18 manna landsliðin en það er lokahópurinn sem tekur þátt í æfingum og verkefnum sumarsins.
Þarna eigum við Þórsarar tvo flotta fulltrúa þ.e. Daníel Davíðsson og Emma Karólína Snæbjarnardóttir.
Í U16, U18 og U20 verða 12 leikmenn valdir til að leika á NM og EM í sumar úr þessum hópi en í U15 liðunum eru það allir þeir 20 leikmenn drengja og stúlkna sem eru valdir nú sem munu leika í tveim 10 manna liðum í sínu verkefni.
Þjálfari U15 kvenna: Andrea Björt Ólafsdóttir og henni til aðstoðar Lidia Mirchandani Villar og Ásta Júlía Grímsdóttir
Þjálfari U15 drengja: Þjálfari: Emil Barja og aðstoðarþjálfari: Gunnar Sverrisson
Hópanna má sjá HÉR
Við óskum þeim Daníel og Emmu Karólínu til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum.