Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Úrslitarimma Þórs og Stjörnunnar hefst á morgun
Á morgun miðvikudag hefst úrslitarimma Þórs og Stjörnunnar sem er tvö sterkustu lið fyrstu deildar kvenna í körfubolta. Þessi tvö lið enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar en Stjarnan varð deildarmeistari og Þór lenti í öðru sætinu.
Leið Stjörnunnar í úrslitarimmuna var gegn KR, sem endaði í fjórða sæti deildarinnar og hafði Stjarnan betur 3:1.
Leið Þórs í úrslitin var gegn gegn Snæfelli sem endaði í þriðja sætinu og hafði Þór betur 3:1.
Úrslitarimma Þórs og Snæfells verður lengi í minnum haft fyrir það að leikir liðanna voru æsispennandi þar sem úrslitin réðust ávallt á lokasekúndum hvers leiks. Ennfremur var stemningin meðal áhorfenda ævintýraleg og umgerð leikjanna eins og best gerist.
Nú er aðeins úrslitarimman eftir og hefst rimma liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á morgun 5. apríl og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Þór og Stjarnan mættust í þrígang í deildinni í vetur þ.e. tvisvar í Umhyggjuhöllinni og einu sinni í íþróttahöllinni. Allir leikirnir unnust á heimavöllum.
Nú hvetjum við alla stuðningsmenn Þórs sem eru og verða á höfuðborgarsvæðinu að skella sér á völlinn og hvetja Þór til sigurs. Leikmenn Þórs og þjálfari liðsins hafa ítrekað sagt að sá gríðarlegi stuðningur sem liðið hefur fengið í vetur hefur skipt sköpum.
Leikur liðanna verður í beinu streymi á Youtube rás Stjörnunnar.
Aðrir leikir í þessari rimmu.
Leikur 2: íþróttahöllin laugardaginn 8. apríl kl. 16:00
Leikur 3: Umhyggjuhöllin miðvikudaginn 12. apríl kl. 19:15
Ef þarf
Leikur 4: Íþróttahöllin laugardaginn 15. apríl kl. 19:15
Leikur 5: Umhyggjuhöllin þriðjudaginn18. apríl kl. 19:15
Munum að körfubolti er skemmtileg íþrótt.
Áfram Þór alltaf, alls staðar