Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Boras í Svíðþjóð heldur tvö risa box mát á hverju ári, Golden Girl í febrúar sem er aðalega fyrir stúlkur og konur, en þó fá örfáir karlar að keppa og King of the ring sem er í nóvember og er ætlað körlum en eins fá örfáar konur að keppa þar.
Hún Valgerður okkar hefur verið að stunda hnefaleika í nokkur ár núna og verið að standa stig vel í diplóma hnefaleikum, en er farin að snúast hugur að Ólympiskum hnefaleikum. Hún er hinsvegar í mjög fámennum flokki þar sem hún er ú flokki u17 ára og +80kg. Þannig að hún hefur ekki fengið neinn andstæðing hér á landi hingað til og reynt að fara á eitt mót erlendis og gripið í tómt. Andstæðingur Valgerðar var Chayenne Baake
Valgerður mætti mjög einbeitt til leiks og var ekkert að bíða með að láta hnefana tala. Hún setti strax mikla pressu á hana og setti alltaf tvær þrjár stungur á hana áður en hún skellti hægri beint í grímua. Chayenne var aðalega að reyna að svara með hörðum sveiflum og þótt flestar geiguðu þá lentu einhverjar í Valgerði sem lét það ekkert á sig fá og svaraði bara með meiri höggaflóru. Já það hvorki gekk né rak hjá Chayenne og Valgerður réð gjörsamlega lögum og lofum í hringnum allan tímann.
Valgerður Telma Einarsdóttir kemur því heim með gull verðlaun úr Svíðþjóð eftir frábæra frammistöðu og við vonum að það verði ekki langt þangað til hún fá annan andstæðing fyrir næstu keppni.