Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Okkar konur í körfuboltanum minnkuðu muninn í einvíginu gegn Val þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.
Segja má að Þórsliðið hafi verið með bakið upp við vegg þar sem Valur vann fyrstu tvo leikina en í kvöld mátti sjá að okkar konur eru ekki tilbúnar að fara í sumarfrí. Leiknum lauk með tólf stiga sigri Þórs, 72-60, í leik þar sem Þór hafði frumkvæðið frá upphafi til enda.
Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.
Næsti leikur í einvíginu fer fram á Hlíðarenda þann 13.apríl næstkomandi klukkan 19:00. Sigur þar tryggir Þórsliðinu oddaleik á heimavelli.
Myndir úr leiknum: Palli Jóh. Smellið á myndina til að opna albúmið.