Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór vann Hörð í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Grill 66 deildar karla í handbolta í kvöld og liðin mætast því í oddaleik á Ísafirði á mánudag.
Þórsarar byrjuðu betur og höfðu frumkvæðið framan af, en lentu i hálfgerðu brasi þegar leið á fyrri hálfleikinn. Þeir misstu Ísfirðinga aldrei of langt frá sér, munurinn þó orðinn fjögur mörk gestunum í hag þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Sá munur reyndar minnkaður í tvö mörk fyrir leikhléið. Fljótlega í seinni hálfleiknum tóku Þórsarar frumkvæðið og höfðu jafnað og náð þriggja marka forystu eftir rúmar tíu mínútur. Gestirnir náðu muninum niðiur í eitt mark þegar seinni hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður, en virtust ekki eiga eftir bensín á tankinum til að láta kné fylgja kviði. Þórsarar hleytpu þeim heldur ekkert nær og unnu að lokum fimm marka sigur, dyggilega studdir af öflugu og háværu stuðningsliði.
Þór - Hörður 31-26 (13-15)
Kristján Páll Steinsson átti drjúgan þátt í sigrinum, varði 23 skot. Sömuleiðis Brynjar Hólm Grétarsson, sem skorði 11 mörk af ýmsum gerðum.
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 11, Friðrik Svavarsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Þormar Sigurðsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 23 (46,9%).
Refsimínútur: 8.
Með sigrinum jöfnuðu Þórsarar einvígið í 1-1 og því þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið fer áfram og mætir Fjölni í einvígi um seinna lausa sætið í Olísdeildinni í haust. Þriðji leikur liðanna fer fram á Ísafirði mánudaginn 15. apríl og hefst kl. 19:30. Vinna þarf tvo leiki til að klára einvígið.