Knattspyrna: Tveggja marka tap á Hlíðarenda

Þór/KA sótti Íslandsmeistara Vals heim á N1 völlinn á Hlíðarenda í opnunarleik Bestu deildarinnar í gær. 

Þrátt fyrir ágæt færi í upphafi leiks tókst Þór/KA ekki að skora fyrr en á lokamínútum leiksins, en tvö mörk frá Val með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks gerðu okkar konum erfitt fyrir að komast inn í leikinn. Þriðja mark Vals kom þegar 20 mínútur voru eftir, en Sandra María Jessen minnkaði muninn í 3-1 á 88. mínútu.

Valur - Þór/KA 3-1 (2-0)

Hildur Anna Birgisdóttir og Lidija Kuliš spiluðu báðar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni. Lidija var í byrjunarliðinu, en kom inn sem varamaður á 74. mínútu. 

Næsti leikur liðsins er einnig útileikur þegar Þór/KA mætir FH. Leikurinn er settur á Kaplakrikavöll, en enn er einhver óvissa um hvort sá völlur verður tilbúinn og kemur væntanlega í ljós á morgun.