Maddie verður áfram í Þór!

Maddie í baráttunni í Þórsbúningnum. Mynd: Sara Skaptadóttir - Akureyri.net
Maddie í baráttunni í Þórsbúningnum. Mynd: Sara Skaptadóttir - Akureyri.net

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Maddie Sutton um að leika með liðinu tímabilið 2024-2025 í Subway-deild kvenna. Þetta verður þriðja tímabil Maddie með liðinu eftir að hafa byrjað í 1. deild kvenna tímabilið 2022-2023. 

Síðasta tímabil var fyrsta tímabil Þórs í efstu deild kvenna í 45 ár en liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar ásamt því að fara í bikarúrslit. Maddie var gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu á síðasta tímabili og skilaði hún að meðaltali 17 stigum í 11. sæti yfir stigaskorun í deildinni, 14,3 fráköstum í 1. sæti í heildarfráköstum í deildinni og 4,4 stoðsendingar í 12. sæti deildarinnar í fjölda stoðsendinga. 

Maddie hefur einnig verið tekið mikinn þátt í uppbyggingu stúlknaflokka í yngri flokka starfi félagsins og eru það gífurlega ánægjuleg tíðindi að félagið fái áfram að njóta krafta þessarar frábæru körfuboltakonu.