11.01.2023
Rafíþróttadeild Þórs stendur fyrir opnum kynningarfundi fyrir foreldra og önnur áhugasöm um starf deildarinnar fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.
11.01.2023
Enn er hægt að fá miða í jólahappdrætti Handknattleiksdeildar. Dregið verður 17. janúar.
09.01.2023
Deildakeppnin hefst mánudaginn 16. janúar, en skráningarfrestur er til kl. 18 sunnudaginn 15. janúar. Meðlimir Píludeildar hafa þátttökurétt.
08.01.2023
Grannaslagur er kannski ekki rétta orðið, en liðin okkar tvö í Kjarnafæðismótinu mættust í Boganum í dag.
08.01.2023
Margrét Árnadóttir hefur samið við ítalska félagið Parma Calcio 1913 sem spilar í efstu deild á Ítalíu.
07.01.2023
KA/Þór nældi sér í mikilvæg stig með fjögurra marka útisigri á Selfyssingum í dag.
06.01.2023
Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 var lýst á samkomunni Við áramót sem fram fór í Hamri síðdegis. Knattspyrnufólkið Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Sandra María Jessen eru íþróttafólk Þórs 2022.
06.01.2023
Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 verður lýst í hófi í Hamri í dag kl. 17. Valið fer þannig fram að deildum félagsins gefst kostur á að tilnefna karl og konu úr sínum röðum og aðalstjórn Þórs kýs síðan á milli þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru.
06.01.2023
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur val á íþróttafólki Þórs í svipaðri mynd og það er nú farið fram árlega frá árinu 1990, en þá gaf Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, verðlaunagrip í því skyni að endurvekja þessa hefð eftir að hún hafði legið niðri í um áratug.
06.01.2023
Val á íþróttamanni Þórs með þeim hætti sem við þekkjum núna hófst árið 1990 að frumkvæði Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Áður hafði staðið nokkur styr um valið sem varð til þess að Ragnar tók af skarið og gaf verðlaunagrip.