Fréttir & Greinar

Sigur á ungmennaliði HK í jöfnum leik

Þórsarar eru jafnir Fjölni í efsta sæti Grill 66 deildar karla í handbolta eftir eins marks sigur á ungmennaliði HK á laugardag. Bæði lið hafa unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli.

Átján Þórsarar á Íslandsmótinu í tvímenningi í 501

Metþátttaka er frá píludeild Þórs í Íslandsmótinu í tvímenningi í 501 sem fram fer í Reykjavík í dag og hófst kl. 11.

Ósigur þrátt fyrir góða byrjun

Þrátt fyrir ágæta byrjun og góða kafla í leiknum gegn KR-ingum í 2. umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær náðu Þórsarar ekki að sigra gamla stórveldið. KR-ingar vöknuðu í 2. leikhluta og sigldu sigrinum í höfn nokkuð örugglega þegar leið á seinni hálfleikinn.

Handbolti: Þórsarar fara í Kórinn í dag

Í dag er komið að fjórða leik Þórs í Grill 66 deild karla í handbolta þegar okkar menn mæta ungmennaliði HK í Kórnum í Kópavogi.

Vetraræfingar fótboltans hefjast á mánudag

Fótboltinn rúllar af stað að nýju eftir haustfrí.

Körfubolti: Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum - LEIKUR FÆRÐUR á föstudag 13. okbóber kl. 19:30.

Þórsarar fá hið forna stórveldi KR í heimsókn í Íþróttahöllina í kvöld í annarri umferð 1. deildar karla. Okkar menn mæta örugglega ákveðnir til leiks í kvöld eftir að hafa misst niður góða forystu og misst af sigri á Snæfelli í Stykkishólmi í fyrstu umferðinni á sama tíma og KR-ingar unnu lið Skallagríms í Borgarnesi.

Herslumuninn vantaði á Hlíðarenda

Kvennalið Þórs í körfubolta var hársbreidd frá því að ná framlengingu gegn Íslandsmeisturum Vals í fjórðu umferð Subway-deildarinnar í kvöld, en niðurstaðan varð tveggja stiga tap eftir hetjulega baráttu og frábæran lokasprett.

Körfubolti: Heimsókn að Hlíðarenda í kvöld

Óskar Jónasson í beinni á Stöð 2 sport í kvöld

Skemmtimót knattspyrnudeildar í pílukasti

Knattspyrnudeild Þórs stendur fyrir skemmtimóti í pílukasti föstudagskvöldið 13. Október. Húsið verður opnað kl. 18:30, mótið hefst kl. 19.