05.06.2023
Óskar Jónasosn og Edgars Kede Kedza frá píludeild Þórs unnu til silfurverðlauna á Íslandsmótinu í tvímenningi í krikket, einni grein pílukastsins. Óskar komst einnig í undanúrslit í keppni í einmenningi. Mótið fór fram í aðstöðu píludeildarinnar á laugardag og sunnudag.
05.06.2023
Þórsarar mæta bikarmeisturum Víkings í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar á Þórsvellinum í dag kl. 17:30. Síðast þegar þessi lið mættust í bikarkeppni fóru Þórsarar í úrslitaleikinn.
03.06.2023
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Daníel Andra Halldórsson um að stýra kvennaliði félagsins í Subway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hlynur Freyr Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari.
02.06.2023
Þórsarar unnu nokkuð öruggan sigur á liði Ægis frá Þorlákshöfn, 3-1, í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar á Þórsvellinum í kvöld.
02.06.2023
Það verður fjölmennt í aðstöðu píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu um helgina þegar píluspilarar mætast á Íslandsmótinu í krikket.
02.06.2023
Tristan Ylur Guðjónsson hefur verið valinn í U18 landslið Íslands í pílukasti fyrir þátttöku í WDF Europe Cup Youth í júlí.
01.06.2023
Þór/KA fær FH í heimsókn á Þórsvöllinn í dag og hefst leikurinn kl. 18:30. Leikurinn er í sjöttu umferð Bestu deildarinnar og þriðji heimaleikur liðsins á þremur völlum það sem af er móti.