Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Allir með!, íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6-16 ára, er að taka á sig mynd eftir að hafa farið af stað í haust en þá tóku Þór og KA sig saman um að halda utan um verkefnið sem mun vonandi halda áfram að vaxa og dafna.
Akureyri.net fjallar um verkefnið á vef sínum um helgina og má skoða fréttina með því að smella hér.
Þjálfarar frá báðum félögum eru í öllum tímum og eins og kemur fram í umfjölluninni er alltaf þrautabraut í hluta salarins og síðan eru ákveðnar íþróttagreinar kynntar í hverjum tíma. Fyrir hálfum mánuði komu fótboltamenn í heimsókn og fyrir viku var kynning á körfubolta og þá voru gestaþjálfarar þrír leikmenn úr hinu magnaða kvennaliði Þórs, Maddie Sutton, Eva Wium Elíasdóttir og Emma Karolína Snæbjarnardóttir.
Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér verkefnið.