Öruggur sigur að Ásvöllum

KA/Þór hélt sigurgöngunni áfram í kvöld þegar okkar konur heimsóttu Hauka 2 á Ásvelli í Grill 66 deildinni í handbolta.

Getumunurinn á liðunum var gríðarlegur og kom snemma í ljós en KA/Þór hafði sjö marka forystu í leikhléi, 12-19. Fór að lokum svo að okkar konur unnu öruggan 21 marks sigur, 20-41.

Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur KA/Þór er heimaleikur gegn Aftureldingu þann 18.janúar næstkomandi.