Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tinna Valgerður Gísladóttir skrifaði í dag undir lánssamning við KA/Þór og leikur því með liðinu út þetta tímabil. Tinna er strax orðin lögleg með KA/Þór og getur því leikið með liðinu í leiknum gegn Fram-2 í Lambhagahöllinni kl. 18:15 í kvöld.
Tinna sem er örvhent skytta en getur einnig leikið í hægra horni kemur norður frá Gróttu þar sem hún hefur leikið það sem af er vetri en þar áður var hún í Þýskalandi. Tinna lék með sterku liði Fram árin 2021 til 2023.
KA/Þór er taplaust á toppi Grill66 deildarinnar fyrir lokakafla deildarinnar og ljóst að koma Tinnu mun styrkja liðið enn frekar í baráttunni um sæti í deild þeirra bestu. Það er afar spennandi að fá hana norður og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.