Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998.
Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og þjálfurum karla-og kvennalandsliðanna. Thelma og Tryggvi eru bæði að hljóta nafnbótina í fyrsta sinn.
Smelltu hér til að skoða tilkynningu á vef KKÍ
Val á körfuknattleikskarli ársins 2024:
Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Jón Axel Guðmundsson, Martin Hermansson, Ægir Þór Steinarsson.
Í umsögn KKÍ um Tryggva segir:
Tryggvi er á sínu öðru ári með Bilbao. Á síðustu leiktíð endaði liðið í 13. sæti efstu deildar Spánar þar sem Tryggvi var með 7,4 stig og 5,4 fráköst að meðaltali i leik. Einnig fór Tryggvi með Bilbao í undanúrslit í FIBA Eurocup, Tryggvi var þar með næst flest varin skot af öllum leikmönnum keppninnar.
Á þessari leiktíð er Tryggvi að bæta við sig í tölfræði en hann er með tæp 10 stig og 6 fráköst að meðaltali. Bilbao er sem stendur í 14. sæti efstu deildar Spánar en eru efstir í sínum riðli í FIBA Eurocup.
Tryggvi er lykilmaður í Íslenska landsliðinu sem er sem stendur í 3 sæti í sínum riðli, en það gefur sæti á lokamóti evrópukeppninnar. Tryggvi er framlags hæsti leikmaður Íslenska liðsins og er með næst flest varin skot af öllum leikmönnum keppninnar.
Við óskum Tryggva innilega til hamingju með valið.
„Allt sem ég geri í dag kemur frá þeim grunni sem ég lærði í Þór“