27.03.2024
Stjórn rafíþróttadeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar miðvikudaginn 3. apríl kl. 16 í Hamri.
26.03.2024
Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá sigurvegara í úrslitaleik Þórs og KA í Kjarnafæðimótinu, A-deild karla. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 2-2, en KA-menn höfðu betur í vítaspyrnukeppninni.
26.03.2024
Þær skorti ekki orkuna, stelpurnar í körfuboltaliðinu okkar, þegar þær spiluðu þriðja leikinn á sjö dögum á höfuðborgarsvæðinu, og lönduðu öruggum sigri á liði Fjölnis.
26.03.2024
Körfuknattleiksdeild Þórs vill minna á valgreiðslu sem fólki hefur verið boðið upp á í heimabönkum. Einnig bárust okkur áskoranir í tengslum við úrslitaleikinn að bjóða fólki upp á að styrkja deildina og stelpurnar með því að millfæra beint á reikning.
26.03.2024
Þórsarar mæta KA á Greifavellinum kl. 17:30 í dag í úrslitaleik A-deildar karla í Kjarnafæðimótinu.
26.03.2024
Stjórn knattspyrnudeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar miðvikudaginn 3. apríl kl. 17 í Hamri.
25.03.2024
Þórarar unnu Skallagrím í lokaumferð 1. deildar karla í kvöld, færðu sig upp um tvö sæti í deildinni og komu sér í betri stöðu fyrir úrslitakeppnina. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Heimavallarrétturinn er Þórsara í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta einmitt sama andstæðingi og í kvöld, Skallagrími úr Borgarnesi.
25.03.2024
Þórsarar taka á móti liði Skallagríms úr Borgarnesi í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Óskar Þór ætlar að ræða við stuðningsmenn yfir kaffibolla klukkutíma fyrir leik í Höllinni, kl. 18:15.