23.03.2024
Þórsarar taka á móti toppliði Grill 66 deildarinnar í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 15.
23.03.2024
Þór/KA tekur á móti liði Breiðabliks í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna í Boganum í dag kl. 15. Vakin er athygli á breyttum leiktíma.
22.03.2024
„Þetta var svo frábær sigur á miðvikudaginn!“ sagði hin magnaða Lore Devos þegar fréttaritari heyrði í henni hljóðið í aðdraganda leiksins á morgun. Lore hefur reynst félaginu dýrmæt í harðri baráttu í Subway-deildinni og VÍS-bikarnum á leiktíðinni. Hún er næstum alltaf stigahæst leikmanna liðsins, tekur að jafnaði mikið af fráköstum og er áberandi og mikilvæg í öllum aðgerðum liðsins.
22.03.2024
Egill Orri Arnarsson mun ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC Midtjylland í sumar.
21.03.2024
Búið að draga í happdrætti meistaraflokks karla í fótbolta.
21.03.2024
Hver stórviðburðurinn rekur annan hjá íþróttafólki Þórs þessa dagana. Fram undan eru undanúrslit og úrslit í Stórmeistaramótinu í tölvuleiknum Counter Strike og þar eru Íslandsmeistarar Þórs að sjálfsögðu á meðal keppenda.
20.03.2024
Stórkostleg frammistaða innan vallar sem utan, frábært hugarfar, barátta, sigurvilji og trú leikmanna á verkefnið, ómetanlegir og óviðjafnanlegir stuðningsmenn sem létu Rauða hafið líta út eins og ólgusjó þrátt fyrir að vera allmiklu færri í stúkunni en stuðningsmenn Grindvíkinga. Kennslustund í hugarfari og auðvitað frábærar körfuboltakonur með snjallan og yfirvegaðan þjálfara skiluðu kvennaliði Þórs í körfubolta sæti í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar eftir glæsilegan sigur á Grindvíkingum í undanúrslitaleik, 79-75, í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í kvöld.
20.03.2024
Þegar frétt heimasíðunnar um undanúrslitaleik Þórs og Grindavíkur í VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta var deilt á Facebook birtust töfrar í athugasemdum við fréttina.