6.flokks mót Þórs og KA sept. 2024

Helgina 27. til 29. október var fyrsta mót handboltaársins haldið í umsjá Þórs og KA en það er Hagkaupsmótið sem er fyrir eldra ár 6. flokks karla og kvenna. Alls tóku þátt 392 keppendur í 64 liðum. Spilað var í Íþróttahöllinni og KA heimilinu. Þór var með 2 lið , KA með 4 lið og KA/Þór með 3 lið og varð einn bikar eftir á Akureyri sem KA/Þór 3 fékk eftir að hafa sigrað sína deild (5.deild).

 

 

Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara í hverri deild á mótinu

Kvennadeildir

1.deild - Valur 1

2. deild - Selfoss 1

3. deild A - Fram 2

3. deild B - Fram 1

4. deild A - FH 1

4. deild B - Grótta/KR 2

5. deild - KA/Þór 3

Karladeildir

1. deild - ÍBV 1

2. deild - Haukar 1

3. deild A -  Afturelding 1

3. deild B - Stjarnan 1

4. deild A - Valur 2

4. deild B - Fylkir

5. deild - Stjarnan 2

Smellið hér til að sjá myndaalbúm frá mótinu

 

Við þökkum keppendum og foreldrum kærlega fyrir komuna á mótið og einnig þökkum við sjálfboðaliðum, dómurum, tímavörðum, riturum og öllum þeim sem aðstoðu við mótið því án ykkar væri þetta ekki hægt.

Kveðja Unglingaráð handboltans hjá Þór