Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs hefur gert samning við Árna Elvar Árnason um að leika með liðinu á komandi leiktíð.
Árni Elvar er 27 ára gamall miðjumaður sem gengur til liðs við Þór frá Leikni Reykjavík. Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið í vetur en fyrr í vetur gekk portúgalski framherjinn Rafael Victor til liðs við Þór frá Njarðvík.
Árni hefur leikið með Leikni nær allan sinn meistaraflokksferil auk þess að hafa leikið með venslaliði Leiknis, KB, á sínum fyrstu árum í meistaraflokki. Alls á Árni 199 leiki að baki, þar af 34 í efstu deild.
Árni lék á dögunum æfingaleik með Þór gegn KFA þar sem hann spilaði á miðjunni í 6-2 sigri.
Hann er klár í slaginn með okkar mönnum fyrir leikinn gegn HK í Lengjubikarnum á laugardag.
Við bjóðum Árna hjartanlega velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni í sumar.
Nokkrir leikmenn farnir
Nokkrir leikmenn sem léku með Þórsliðinu á síðustu leiktíð eru horfnir á braut og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag til félagsins á undanförnum árum.
Á dögunum komst knattspyrnudeild að samkomulagi við Rafnar Mána Gunnarsson og Ómar Castaldo Einarsson um að samningi þeirra við félagið yrði rift og þeim frjálst að finna sér nýtt félag.
Fyrr í vetur gekk Kristján Atli Marteinsson í raðir ÍR og Valdimar Daði Sævarsson færði sig um set og samdi við Gróttu.
Þá mun Akseli Kalermo ekki halda áfram að leika með liðinu.
Þar fyrir utan var Bjarni Guðjón Brynjólfsson seldur til Vals síðastliðið haust.
Keppni í Lengjudeildinni hefst þann 4.maí næstkomandi þegar okkar menn heimsækja Þrótt í Laugardalinn en strákarnir eru á fullu við æfingar á undirbúningstímabilinu núna og er næsti leikur sem fyrr segir gegn HK í Lengjubikarnum nk. laugardag klukkan 15:00.