Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór hefur samið við tvær brasilískar systur og vonast til að önnur þeirra verði komin með leikheimild fyrir næsta leik liðsins, gegn Stjörnunni föstudaginn 29. september. Hin systirin er væntanleg um miðjan október þegar deildakeppninni í Brasilíu lýkur.
Þetta kemur fram á heimasíðu KA.
Nathalia Fraga er 28 ára og er sögð jafnhent og getur því spilað allar stöður fyrir utan og í báðum hornum ef þörf er á. Hún er að klára leiktíðina með liði sínu í Brasilíu og er væntanleg til landsins um miðjan október þegar keppni lýkur þar.
Yngri systirin, Isabelle Fraga, er 21s árs miðjumaður og vinstri skytta. Hún hefur æft með liðinu um skeið og er beðið eftir því að síðustu pappírar vegna atvinnuleyfis fari í gegn. Isabelle hefur komið við sögu með öllum yngri landsliðum Brasilíu.