Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 karla í fótbolta, hefur valið leikmannahóp fyrir vináttuleik gegn Finnlandi og fyrsta leik liðsins í riðlakeppni EM 2025.
Liðið mætir Finnlandi ytra fimmtudaginn 7. september í vináttuleik og Tékklandi á Víkingsvelli þriðjudaginn 12. september í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni EM 2025.
Þórsarinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson er í hópnum og gæti leikið sinn fyrsta U21 landsleik en Bjarni er 19 ára gamall og hefur leikið 11 leiki fyrir U19 landslið Íslands. Bjarni er ekki eini Þórsarinn í hópnum því Jakob Franz Pálsson, sem leikur nú með KR að láni frá Venezia er í hópnum. Jakob Franz er tvítugur og hefur leikið 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21.
Smelltu hér til að skoða hópinn í heild sinni.
Óskum drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu!